Á síðasta stjórnarfundi var ákveðið að félagsgjöldin fyrir þetta ár yrðu óbreytt eða 55.000 kr. fyrir einstakling og 38.000 kr fyrir maka. Einnig verða vallargjöld óbreytt eða 4000 kr fyrir einstakling og hjónagjald 6000 kr. Þó ennþá sé bara janúar þá er undirbúningsvinna fyrir næstu golfvertíð þegar hafin hjá stjórnarmönnum. Á síðasta ári opnuðum við heimasíðu Glanna, glannigolf.is. Seinni hluta síðasta sumars var hafin vinna við gerð æfingapúttflatar og þeirri vinnu verður haldið áfram og vonandi getum við tekið hana í notkun um mitt sumar. Golfvöllurinn okkar var í mjög góðu standi síðastliðið sumar og mikið tekið eftir því hvað flatirnar voru góðar. Vonandi verður tíðin þannig í vetur að völlurinn komi vel út i vor og það vori snemma.