Staðarreglur

Staðarreglur – Golfvöllurinn Glanni

Utan opnunartíma golfskála er hægt að skrá sig og greiða í viðbyggingu skálans.  Skylt er að skrá sig áður en leikur hefst.

1. Vallarmörk

Vallarmörk eru hvítir hælar, hvítar línur og girðingar umherfis völlinn, að auki er stígur aftan við 9. braut utan vallar. Golfskálinn og pallur við skálann er utan vallar.

 

2. Færslur á brautum

Þegar bolti leikmanns liggur inn almenna svæðisins og gras slegið í brautarhæð eða neðar má taka vítalausa lausn einu sinni áður en högg er slegið, með því að leggja upphaflegan bolta innan þess launsnarsvæðis, skv. reglu 14.2b og 14.2e, og leika honum þaðan:

a. Viðmiðunarstaður: Staður þar sem boltinn liggur, sjá reglu 14.1

b. Stærð lausnarsvæðis: Ein kylfulengd frá viðmiðunarstað.

c. Staðsetning lausnarsvæðis: Ekki nær holu en viðmiðunarstaðurinn og verður að vera á almenna svæðinu.

Leyfð er færsla á flötum sem nemur púttershaus, en ekki nær holu.

 

3. Óhreyfanlegar hindranir

Eftirtaldir hlutir eru óhreyfanlegar hindranir og hafa vítislausa lausn skv. reglu 16.1b

a. Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á leið og járnstólpi á 2. braut

b. Vatnslagnir, vatnskranar og vökvabúnaður

c. Trébekkir, ruslafötur og kúluþvottavélar

d. Brautamerkingar, upprót og möl umhverfis þær

 

4. Fallreitur við á 9. braut

Lendi bolti í gulu vítasvæði framan við 9. flöt má láta bolta falla á þar til gerðan fallreit gegn einu vítahöggi.

 

5. Víti fyrir brot á staðarreglu

Almennt víti fyrir brot á staðarreglu: í höggleik eru tvö högg í víti og í holukeppni er víti holutap.

 

Golfvöllurinn Glanni

Golfklúbburinn Glanni

Borgarbyggð í Norðurárdal við fossinn Glanna

kt: 460606-1600
(354) 623-5523
glanni@glannigolf.is