Glanni hefur verið formlega opnaður. Þar sem það hefur verið mjög kalt í veðri eru grínin ekki orðin eins góð og á sama tíma í fyrra. Vonumst til þess að hitinn fari aðeins að hækka og þá verður völlurinn fljótur að ná sér. Hægt er að skrá sig í golf í gegnum golfboxið en einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Ef golfskálinn er lokaður er sjálfsafgreiðsla í skúr fyrir utan.

Það er tilboð í gangi sem gildir út maímánuð. Einstaklingar spila fyrir kr. 3.000 og hjón fyrir kr. 5.000.

Gleðilegt golfsumar 2021

Stjórnin