Nú er að styttast í sumarið. Við ætlum að hafa vinnudag nk. laugardag (30. apríl 2022) kl. 10:00. Hvetjum alla félagsmenn til þess að mæta.
Stefnt er að þvi að opna völlinn 14. maí nk. Félagsmenn geta mögulega byrjað að spila aðeins fyrr en með einhverjum takmörkunum (ekki er leyfilegt að slá inn á flatirnar eins og sakir standa). Unnið er að því að setja upp sjálfvirkt vökvunarkerfi á einhverjum flötum.
Hlökkum til að golfsumarsins og hlökkum til að sjá sem flesta á laugardaginn. Margar hendur vinna létt verk.
Recent Comments