Aðalfundur Golfklúbbsins Glanna fór fram fimmtudaginn 11. mars 2021. Samþykkt var að hafa félags- og vallargjöldin óbreytt fyrir árið 2021. Stjórnarmeðlimir GGB gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og var það samþykkt.
Rekstur golfklúbbsins gekk vel árið 2020 og má þakka það hve duglegir golfarar voru að kynna sér velli á landsbyggðinni þar sem enginn gat farið í golfferðir erlendis. Almenn ánægja var með völlinn og getum við m.a. þakkað það góðu veðri, góðri vökvun og góðu starfsfólki 🙂
Betur má ef duga skal. Við erum með “alvöru” völl sem verður vinsælli og vinsælli. Þurfum að hjálpast að við að kenna byrjendum hvernig maður ber sig að á golfvelli. Um helgar og þegar mikil traffík er á vellinum mega ekki fleiri en fjórir spila saman í “holli”. Alveg bannað er að tveir noti sama golfsettið (vegna tafa). Í golfskálanum er hægt að leigja golfsett fyrir lítinn pening þannig að ef fleiri en einn ætlar að spila og aðeins eitt golfsett er með í för þarf að leigja golfsett í golfskálanum fyrir hina sem eru með í för.
Vonum að tíðin verði áfram góð og að við getum opnað völlinn í kringum miðjan maí eins og hægt var að gera s.l. vor.
Hlökkum til að sjá ykkur á vellinum í sumar.
Kv. Stjórnin
Recent Comments